
Fíló+ er starf Fíladelfíukirkjunnar fyrir ungfullorðna. Starfið er hugsað fyrir einstaklinga á aldrinum 18 til 35 ára. Fíló+ er starf sem byggir upp ungt fólk og leggur grunn að framtíðinni.
Við höldum samkomur kl. 20:00 á sunnudagskvöldum. Á samkomunum lofum við Guð með lifandi tónlist, meðtökum uppörvandi boðskap og njótum samfélags með hvoru öðru.
„Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð því að Guð er kærleikur.“
1. Jóhannes 4:8
Taktu þátt með okkur
Það eru alls kyns leiðir færar til að taka þátt með okkur. Ein leið sem öllum er opin til að taka þátt í Fíló+, óháð aldri er, peningagjöf. Þeir fjármunir sem safnast eru nýttir til að reka starfið og koma fagnaðarerindinu um Jesú Krist sem víðast.