Dagskrá

Allir viðburðir starfsins eru auglýstir á samfélagsmiðlum en einnig er hægt að subscribe-a calanderið okkar.

Samkomur

Öll sunnudagskvöld klukkan 20:00 eru kvöldsamkomur í hliðarsal kirkjunnar. Kvöldið er í umsjón Fíló+ og er sett upp með ungt fólk í huga, en allir eru velkomnir. Á samkomunum lofum við Guð með lifandi tónlist, meðtökum uppörvandi boðskap og njótum samfélags með hvoru öðru. Gengið er inn um aðalinngang kirkjunnar sem snýr að Laugaveginum.  

Samfélagshópar

Innan kirkjunnar eru margir starfandi samfélagshópar. Samfélagshópar eru yfirleitt ekki fjölmennari en 12 einstaklingar. Algengt er að þeir hittast í heimahúsum. Þeirra hlutverk er fyrst og fremst að vera uppbyggilegt og gefandi samfélag fólks sem sameinast um trú á Jesú Krist. Hóparnir gefa gott tækifæri á því að t.d. spyrja spurninga, biðja saman og lesa í Biblíunni. Flestir hóparnir hafa eitthvað markmið sem þeir vinna að, það getur verið tengt hjálparstarfi, trúboði eða hverju sem er.

Kósýmót

Í febrúar ár hvert er haldið svokallað Kósýmót. Mótið fer fram í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð en það er mótstaður í eigu Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi. Mótið er eins og nafnið gefur til kynna mjög kósý og hefur það verið mjög vinsælt ár eftir ár. Það er ekkert betra en að komast út úr bænum eina helgin yfir vetrartímann með góðum vinum, fá uppbyggjandi kennslur og dvelja í nærveru Guðs. 

Kotmót

Um Verslunarmannahelgina er árlega haldið svokallað Kotmót sem er mót fyrir alla fjölskylduna. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla, fyrir börn, fullorðna, unglinga og ungfullorðna og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Það er algjör útilegustemming, tjöld, varðeldur, kassagítar… hvað getur klikkað? Nánari upplýsingar eru á kotmot.is.

Önnur dagskrá

Yfir árið eru haldnir ýmsir viðburðir, sem Fíló+ tekur virkan þátt í. Sem  dæmi má nefna vor- og haustmót kirkjunnar. Hægt er að fylgjast með slíkum viðburðum á heimasíðu Fíladelfíu.

  • White Facebook Icon
  • White Instagram Icon