Kósýmót
Helgina 21. - 23. febrúar
Um Kósýmót
Í febrúar ár hvert er haldið svokallað Kósýmót. Mótið fer fram í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð en það er mótstaður í eigu Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi. Mótið er eins og nafnið gefur til kynna mjög kósý og hefur það verið mjög vinsælt ár eftir ár. Það er ekkert betra en að komast út úr bænum eina helgin yfir vetrartímann með góðum vinum, fá uppbyggjandi kennslur og dvelja í nærveru Guðs.