Frjáls vilji

Updated: Mar 27, 2020

Guð stundum vildi ég að ég hefði ekki frjálsan vilja. Því að þá myndi ég ekki klúðra svo mörgu sem að þú hefur falið mér. Því að þá myndi ég ekki stinga puttunum í eyrun þegar þú gefur leiðbeiningar. Því að þá myndi ég ekki reyna að skilgreina sjálfur hvað sé best fyrir mig og aðra. Því að þá myndi ég ekki kjósa að gera það sem er slæmt fyrir mig og aðra. Því að þá myndi ég ekki líta í aðra átt en þá sem að þú sem vilt beina mér. Því að þá myndi ég hvorki segja já þegar þú segir nei né segja nei þegar þú segir já. Því að þá myndi ég ekki líta undan þegar náunginn kallar eða hvíslar “hjálp.” Því að þá myndi ég ekki geta annað gert en það sem ég væri forritaður til að gera.

Guð takk fyrir að þú hefur gefið mér frjálsan vilja. Því að þess vegna hef ég grunn að gagnvirku sambandi við þig. Því að þess vegna gefst mér tækifæri til þess að nýta sköpunargáfu mína. Því að þess vegna get ég elskað náunga minn. Því að þess vegna er mér kleift að leggja allt mitt traust á þig í óvissu minni. Því að þess vegna fæ ég að fylgja þinni óútreiknanlegu en einstöku áætlun fyrir líf mitt. Því að þess vegna veit ég að náðarverk Jesú Krists var og er einstakt kærleiksverk. Því að þess vegna veit ég að mér hefur verið keypt frelsi frá synd gegn mannlega óborganlegu gjaldi. Því að þess vegna hefur sköpunin merkingu gagnvart skaparanum og skaparinn merkingu gagnvart sköpuninni. Davíð Leví Magnússon


185 views0 comments

Recent Posts

See All
  • White Facebook Icon
  • White Instagram Icon