Hvar finn ég öryggi?

Aðstæðurnar sem við erum í núna eru aðstæður sem við höfum ekki verið í áður. Margir hlutir líta öðruvísi út en venjulega, rútínan og plönin eru farin út um gluggann. Ég elska plön og að vera skipulögð. Að hafa plön er ekki slæmt en þessi tími hefur virkilega kennt mér að ég get haft góð plön en Guð hefur alltaf einhvað betra fyrir mig í huga. Guð talaði til mín í lok janúar að ákveðinn atburður myndi eiga sér stað, en það var alls ekki í samhengi við aðstæðurnar sem ég var í. Ég vil að allt gerist hratt og strax en venjulega er það ekki þannig. Í staðinn fyrir að bíða eftir Guði og segja: ‘‘ok Guð ég skil ekki hvernig þetta mun gerast - ég treysti þér‘‘ þá sparkaði ég sjálfan mig niður og reyndi að sannfæra sjálfan mig að þetta væri bara einhvað rugl. Núna er apríl og það sem Guð talaði til mín í janúar átti sér stað og ég er í allt öðruvísi aðstæðum núna en ég hélt að ég yrði í janúar.


Guð getur svo sannarlega allt og hann sýnir mér það aftur og aftur. Þessi atburður fékk mig virkilega til að hugsa: Hvar er ég að finna öryggið mitt, hvar er ég að finna virðið mitt og hvar er ég er að reyna uppfylla þarfirnar mínar? Ég fann sjálfan mig finna öryggi í plönunum mínum, orðum sem Guð var að tala til mín og jafnvel gjöfunum sem Guð hefur gefið mér. Í staðinn fyrir að finna öryggið mitt algjörlega í honum, Skaparanum. Í gegnum þetta er Guð búin að opinbera fyrir mér hversu miklu máli það skiptir að leggja allt mitt traust á Hann í aðstæðum þar sem ég skil ekki hvað er að gerast. Mig langar alltaf að vera á þessum stað þar sem ég segi: - Guð, ekki minn skilningur, heldur þinn -

- Guð ekki mín plön, heldur þín plön -

- Guð ég get ekki, en þú getur -


Heilagur Andi lifir í okkur og við höfum sama anda í okkur sem reisti Jesú Krist upp frá dauðum (Efesus 1:19-20, 1 Kor 3:16) með Guði er allt mögulegt en án Guðs getum við ekki neitt (Matteus 19:26). Þegar við göngum út með þetta hugarfar erum við að ganga í auðmýkt. Skilgreiningin á auðmýkt er: ‘‘Guð ég get ekki en þú getur., Guð hefur skapað okkur til þess að vera í persónulegu sambandi við hann og leita hans til að uppfylla þarfirnar okkar. Ef við erum að reyna uppfylla þessar þarfir í einhverju öðru heldur en Guði þá gengur það ekki upp - því við erum ekki sköpuð til þess. Þegar við lifum fáránlega góðu lífi og öllum veraldlegu þörfunum okkar er mætt þá getum við hægt og rólega farið að finna virðið og/eða öryggið okkar í því. Við eigum meira en nóg en við viljum alltaf meira, við höfum allt sem við þurfum á að halda. Hið veraldlega kann að veita okkur skammtíma ánægju en hjarta Guðs uppfyllir stöðuglega.

Plönin okkar eru síbreytileg en Guð er sá sami og Hann er sá eini sem mun aldrei bregðast.


Takk Jesús fyrir að ég fæ að byggja húsið mitt á bjargi en ekki á sandi. Takk Jesús að þegar ég stend á bjarginu og treysti á þig í einu og öllu - þá mun ég ekki haggast því að undirstaðan mín er í þér.


Þegar okkur líður eins og allt sé að falla í sundur í kringum okkur þá mun Guð alltaf vera sá sem stendur stöðugur í okkar lífi. Þvílíkur tími til að reiða sig á Guð í einu og öllu og leyfa honum að opinbera fyrir okkur hvar við höfum gengið á ranga braut og leiða okkur aftur á réttan stað. Guð er svo nálægur á þessum tíma og hann gerir alltaf einhvað gott úr aðstæðum sem sökka.


Rebekka Ýr Guðbjörnsdóttir38 views0 comments

Recent Posts

See All
  • White Facebook Icon
  • White Instagram Icon