Nánari upplýsingar um trú kirkjunnar má lesa hér.

Járn brýnir járn, og maður brýnir mann - Orðskviðirnir 27:17

Hugsjón okkar í Fíló+ er að sjá ungfullorðna á Íslandi komast til trúar og að mynda vettvang þar sem einstaklingar fá að heyra fagnaðarerindið og vaxa sem lærisveinar Krists. 

Við í Fíló+ höfum það að leiðarljósi að stuðla að persónulegri uppbyggingu hvers og eins.  Það er gert með því að gefa tækifæri í þjónustu, veita kennslu og eiga uppbyggjandi samfélag þar sem sterk vinatengsl myndast. Einnig er lögð áhersla á heilbrigði innan starfsins sem og í lífum einstaklinga. Við teljum að í heilbrigði felist að eiga og rækta persónulegt samband við Guð, verða líkari Jesú með hverjum deginum og sýna kærleika í verki, ástunda einveru og þögn reglulega, eiga lifandi bænalíf, fasta, halda hvíldardag heilagan og taka virkan þátt í samfélagi innan og utan kirkjunnar. Til þess að stuðla að persónulegum vexti einstaklinga gefum við þeim tækifæri á ýmsum sviðum innan starfsins sem hjálpar þeim að uppgötva styrkleika sína og köllun. 

(Sjá nánar neðan),

Kærleiki

Efesusbréfið 4:2

Verið í hvívetna lítillát og hógvær. Verið þolinmóð, langlynd, umberið og elskið hvert annað.

Matteusarguðspjall 22:37-40

Jesús svaraði honum: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er hliðstætt þessu: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.“

Fasta

Jesaja 58:6-7

Nei, sú fasta sem mér líkar er að leysa fjötra rangsleitninnar, láta rakna bönd oksins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sundurbrjóta sérhvert ok, það er, að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hælislausa menn og ef þú sérð klæðlausan mann, að þú klæðir hann og firrist ekki þann sem er hold þitt og blóð.

Þögn og einvera

Lúkasarguðspjall 5:15

En fregnin um Jesú breiddist út því meir og menn komu hópum saman til að hlýða á hann og læknast af meinum sínum.

 

Matteusarguðspjall 6:6

En þegar þú biðst fyrir skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.

Bæn

Filippíbréfið 4:4-7

Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð. Ljúflyndi ykkar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú.

 

Efesus 6:18

Gerið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið þannig árvökul og stöðug í bæn fyrir öllum heilögum.

Hvíldardagur

2. Mósebók 20:8-10

Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Þú skalt vinna sex daga og sinna öllum verkum þínum. En sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drottins, Guðs þíns. Þá skaltu ekkert verk vinna, hvorki þú sjálfur né sonur þinn eða dóttir, þræll þinn né ambátt eða skepnur þínar eða aðkomumaðurinn sem fær að búa innan borgarhliða þinna. 

 

Markúsarguðspjall 2:27

Og Jesús sagði við þá: „Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins.

Samfélag

Galatabréfið 6:2

Berið hvert annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists.

Jakobsbréfið 5:16

Játið því hvert fyrir öðru syndir ykkar og biðjið hvert fyrir öðru til þess að þið verðið heilbrigð. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.

Matteusarguðspjall 18:20

Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra.

Einkenni og köllun

1. Korintubréf 6:17

En sá er samlagar sig Drottni er einn andi með honum.

  • White Facebook Icon
  • White Instagram Icon